Mannréttindasamtökin Amnesty International samþykktu í dag ályktun um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dyflinni. Alþjóðaráð samtakanna munu nú þróa stefnu samtakanna í málinu.
Í ályktunni segir að einstaklingar í kynlífsiðnaði séu mikill jaðarhópur sem í flestum tilvikum eigi á hættu að verða fyrir mismunun, ofbeldi og misbeitingu.
Í frétt á vef Amnesty segir að með ályktuninni sé mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullra og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali.
Sjö kvennasamtök á Íslandi höfðu skorað á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér af alefli fyrir því að tillaga alþjóðahreyfingar Amnesty um að gefa vændi frjálst verði felld.
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis

Tengdar fréttir

Amnesty International ræðir afglæpavæðingu vændis á ársfundi sínum
Ráðstefnan hefur mætt andspyrnu víða um heim.

Amnesty styðji við lögleiðingu vændis
Fyrir aðalþingi alþjóðasamtaka Amnesty liggur umdeild tillaga um að samtökin styðji við lögleiðingu vændis í heiminum.

Stjórn VG skorar á Íslandsdeild Amnesty að berjast gegn vændi
Stjórnin tekur þar sem undir yfirlýsingu fjölda kvennafélaga hér á landi.

Kvennasamtök skora á Amnesty
Sjö kvennasamtök skora á Íslandsdeild Amnesty að beita sér gegn frelsi í vændi

Skora á Íslandsdeild Amnesty að beita sér gegn frelsi í vændi
Sjö íslensk kvennasamtök segja þessa tillögu Amnesty ganga þvert á þá mannréttindabaráttu sem samtökin eru þekkt fyrir.