Innlent

Stjórn VG skorar á Íslandsdeild Amnesty að berjast gegn vændi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir er formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir er formaður VG. vísir/gva

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs tekur undir áskorun kvennahreyfingarinnar um að Íslandsdeild Amnesty beiti sér gegn samþykkt tillögunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni.

Um helgina mun alþjóðahreyfing Amnesty International fjalla um tillögu um að vændi verði gefið frjálst með öllu, kaup, sala, millaganga og rekstur vændishúsa. Slík tillaga er í algerri andstöðu við norrænu leiðina sem m.a. hefur verið farin hér á landi í baráttunni gegn vændi og mansali. 

Lög um bann við kaupum á vændi voru samþykkt árið 2009 af fulltrúum allra flokka á Alþingi utan eins. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að lagasetningin hafi verið pólitísk yfirlýsing gegn kaupum á líkama fólks í kynferðislegum tilgangi, til að draga úr eftirspurn og til að tryggja réttarstöðu og þjónustu við vændisfólk. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna, karla og kvenna og fólks úr öllum flokkum er hlynnt þeirri leið sem þar var farin.
Stjórnin telur að norræna leiðin sé þekkt um allan heim sem sú árangursríkasta og réttlátasta í baráttunni gegn vændi og mansali og jafnréttisnefnd Evrópuþingsins hefur mælst til þess að aðildarlöndin fari þessa leið eftir að hafa gert úttekt á ólíkum leiðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.