Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2015 22:03 Friðargæsluliðar að störfum í Bangui. Vísir/AFP Mannréttindasamtökin Amnesty International saka friðargæsluliða í Mið-Afríkulýðveldinu um að hafa nauðgað tólf ára stúlku. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa myrt 16 ára dreng og föður hans. Samtökin segjast búa yfir sönnunargögnum og að nauðsynlegt sé að rannsaka málið til hlítar. Atvikin eru sögð hafa gerst 2. og 3. ágúst í hverfi múslima í borginni Bangui. Í tilkynningu frá samtökunum segir að rætt hafi verið við 15 vitni skömmu seinna. Einnig var rætt við stúlkuna og fjölskyldu hennar. Hjúkrunarfræðingur sem skoðaði hana fann vísbendingar um nauðgun. Talsmaður friðargæsluverkefnisins í Mið-Afríkulýðveldinu segir að hermenn og lögreglumenn frá Rúanda og Kamerún hafi tekið þátt í aðgerðunum í hverfinu þann 2. ágúst. Þá segir hann að einn hermaður hafi látið lífið í átökum við íbúa og að níu hafi særst. Þann 3. ágúst sneru hermennirnir aftur og segja vitni að þeir hafi skotið á íbúa hverfisins á götum hverfisins. Þeir Balla Hadji, 61, og Souleimane Hadji, 16, eru sagðir hafa orðið fyrir skotum fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda þeirra segir að friðargæsluliðarnir hafi ekki reynt að hjálpa til við að flytja feðgana til aðhlynningar. Þess í stað hafi þeir skotið á dóttir Balla þegar hún reyndi að koma þeim til hjálpar. Í samtali við Guardian segir Hamadoun Toure, talsmaður friðargæsluverkefnisins, að rannsókn sé hafin og að málið sé litið alvarlegum augum. Friðargæsluliðar hafa verið í Mið-Afríkulýðveldinu frá því í fyrra, þar sem þeir reyna að stöðva átök á milli kristinna og múslima. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka friðargæsluliða í Mið-Afríkulýðveldinu um að hafa nauðgað tólf ára stúlku. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa myrt 16 ára dreng og föður hans. Samtökin segjast búa yfir sönnunargögnum og að nauðsynlegt sé að rannsaka málið til hlítar. Atvikin eru sögð hafa gerst 2. og 3. ágúst í hverfi múslima í borginni Bangui. Í tilkynningu frá samtökunum segir að rætt hafi verið við 15 vitni skömmu seinna. Einnig var rætt við stúlkuna og fjölskyldu hennar. Hjúkrunarfræðingur sem skoðaði hana fann vísbendingar um nauðgun. Talsmaður friðargæsluverkefnisins í Mið-Afríkulýðveldinu segir að hermenn og lögreglumenn frá Rúanda og Kamerún hafi tekið þátt í aðgerðunum í hverfinu þann 2. ágúst. Þá segir hann að einn hermaður hafi látið lífið í átökum við íbúa og að níu hafi særst. Þann 3. ágúst sneru hermennirnir aftur og segja vitni að þeir hafi skotið á íbúa hverfisins á götum hverfisins. Þeir Balla Hadji, 61, og Souleimane Hadji, 16, eru sagðir hafa orðið fyrir skotum fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda þeirra segir að friðargæsluliðarnir hafi ekki reynt að hjálpa til við að flytja feðgana til aðhlynningar. Þess í stað hafi þeir skotið á dóttir Balla þegar hún reyndi að koma þeim til hjálpar. Í samtali við Guardian segir Hamadoun Toure, talsmaður friðargæsluverkefnisins, að rannsókn sé hafin og að málið sé litið alvarlegum augum. Friðargæsluliðar hafa verið í Mið-Afríkulýðveldinu frá því í fyrra, þar sem þeir reyna að stöðva átök á milli kristinna og múslima.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira