Koma fjölskyldu Florians til Íslands varpaði frekara ljósi á líkfundarmálið í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2015 09:15 Lík Florians fannst við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum, nærri Höfn í Hornafirði. Vísir Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13