Friðarviðræður vegna ástandsins í austurhluta Úkraínu hófust á handarbandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk fyrr í kvöld.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande Frakklandsforseti hafa haft milligöngu um nýja friðaráætlun og hafa kynnt hana fyrir deiluaðilum síðustu vikuna.
Rússlandsstjórn er sökuð um að hafa vopnað aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.
Fyrirfram er búist við að viðræðurnar muni að mestu snúa að því að tryggja vopnahlé, að þungavopn verði dregin til baka og að myndað verði hlutlaust svæði.
Mikið mannfall hefur verið í átökum aðskilnaðarsinna og úkraínskra stjórnarhersins síðustu daga fyrir fundinn.
