Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi | Ætlum að berjast um titla Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 12:45 Margrét Lára í landsleik á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira