Treyja Hólmfríðar seldist á 1,8 milljónir: Ég táraðist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 18:55 Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Facebook 1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira