Segja útgáfuna kraftaverk Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 07:00 Renald Luzier og Patrick Pelloux sýna nýjasta hefti skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, sem í þetta sinn er gefið út í milljónum eintaka. nordicphotos/AFP Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“ Charlie Hebdo Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“
Charlie Hebdo Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira