FH og Breiðablik hlunnfarin um milljónir í sölunni á Gylfa Þór Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2014 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel hjá Swansea. vísir/getty Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira