Leiðtogar bresku flokkanna halda til Skotlands Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2014 10:17 David Cameron, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins og Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins, reyna nú að koma í veg fyrir að 307 ára samband Bretlands og Skotland renni sitt skeið á enda. Vísir/AFP Leiðtogar þriggja stærstu flokkanna í Bretlandi munu halda til Skotlands til að styðja við bakið á kosningabaráttu sambandssinna í aðdraganda kosninganna um mögulegt sjálfstæði Skotlands sem fram fara þann 18. september. David Cameron, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, og Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, hafa aflýst vikulegum fyrirspurnartíma í þinginu vegna málsins. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins, mun einnig taka þátt í baráttunni og reyna að koma í veg fyrir að þetta 307 ára samband renni sitt skeið á enda.Í frétt BBC segir að Alex Salmond, leiðtogi skoskra sjálfstæðissinna, segi þremenningana vera þá bresku leiðtoga sem notið hafa minnst trausts í sögunni og spáir því að heimsókn þeirra til Skotlands muni einungis auka á stuðning við sjálfstæði landsins. Salmond skoraði á Cameron í kappræður fyrir kosningarnar sem fram fara á fimmtudaginn eftir rúma viku. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að hnífjafnt sé milli fylkinga. Cameron biðlaði til Skota að vera áfram í sambandi við Breta í grein sem birtist í Daily Mail í dag. Sagði Cameron að farsæl framtíð Skotlands væri ekki einungis háð áframhaldandi sambandi við Bretland, heldur einnig að þeir öðluðust aukin völd í eigin málum. Cameron sagði í greininni Bretland vera dýrmætt og sérstakt land. „Þetta er það sem er í húfi. Enginn í Skotlandi ætti að vera í vafa um það. Við viljum sárlega að þið verðið áfram með okkur; við viljum ekki að þessi fjölskylda þjóða sundrist,“ og bætti svo við að ef Bretland sundraðist, þá yrði breytingin varanleg. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Leiðtogar þriggja stærstu flokkanna í Bretlandi munu halda til Skotlands til að styðja við bakið á kosningabaráttu sambandssinna í aðdraganda kosninganna um mögulegt sjálfstæði Skotlands sem fram fara þann 18. september. David Cameron, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, og Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, hafa aflýst vikulegum fyrirspurnartíma í þinginu vegna málsins. Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins, mun einnig taka þátt í baráttunni og reyna að koma í veg fyrir að þetta 307 ára samband renni sitt skeið á enda.Í frétt BBC segir að Alex Salmond, leiðtogi skoskra sjálfstæðissinna, segi þremenningana vera þá bresku leiðtoga sem notið hafa minnst trausts í sögunni og spáir því að heimsókn þeirra til Skotlands muni einungis auka á stuðning við sjálfstæði landsins. Salmond skoraði á Cameron í kappræður fyrir kosningarnar sem fram fara á fimmtudaginn eftir rúma viku. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að hnífjafnt sé milli fylkinga. Cameron biðlaði til Skota að vera áfram í sambandi við Breta í grein sem birtist í Daily Mail í dag. Sagði Cameron að farsæl framtíð Skotlands væri ekki einungis háð áframhaldandi sambandi við Bretland, heldur einnig að þeir öðluðust aukin völd í eigin málum. Cameron sagði í greininni Bretland vera dýrmætt og sérstakt land. „Þetta er það sem er í húfi. Enginn í Skotlandi ætti að vera í vafa um það. Við viljum sárlega að þið verðið áfram með okkur; við viljum ekki að þessi fjölskylda þjóða sundrist,“ og bætti svo við að ef Bretland sundraðist, þá yrði breytingin varanleg.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira