Ingvar: Átti í erfiðleikum með að sjá boltann vegna svima Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 10:54 Ingvar Jónsson ætlar að spila á laugardaginn. vísir/daníel Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, þurfti að fara af velli í gær vegna höfuðmeiðsla þegar liðið valtaði yfir Fram, 4-0. Ingvar fékk högg á höfuðið þegar hann lenti í samstuði við Guðmund Stein Hafsteinsson, framherja Fram, í byrjun seinni hálfleiks, en Njarðvíkingurinn hélt leik áfram. Skömmu síðar bað hann um skiptingu og kom Sveinn Sigurður Jóhannesson inná á 58. mínútu, en hann hélt hreinu í öðrum leiknum sínum í sumar. „Þetta var í lagi fyrst en svo fór mig að svima svo mikið að ég sá ekki boltann þegar ég tók útspörk. Frikki sjúkraþjálfari sagði mér að vera skynsamur, en láta vita ef mér færi að líða illa. Ég tók því þessa ákvörðun; fannst hún skynsamlegri í þessari stöðu,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í morgun. „Ég fór upp á spítala í gær í smá skoðun hjá lækni en það var ekkert meira gert. Þetta hefur lagast mikið síðan þá og hausverkurinn og sviminn farinn. Ég er miklu betri í dag en í gær, en ætli ég þurfi ekki bara að hvíla mig í einn til tvo daga,“ sagði Ingvar sem verður með í úrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn, að eigin sögn. „Ég spila úrslitaleikinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af öðru.“ Úrslitaleikurinn verður sá fjórði um titilinn á síðustu 18 árum og er Ingvar eðlilega farinn að hlakka til. „Þetta verður bara geðveikt. Við erum búnir að spila nokkra stórleikina í sumar þannig við erum öllu vanir. Pressan er öll á FH þannig þetta verður bara gaman,“ sagði Ingvar Jónsson.Atvikið frá því í gær. Ingvar handsamar boltann, en sekúndu síðar rekur Guðmundur Steinn fótinn í höfuðið á markverðinum.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Báðir markverðirnir í Garðabænum meiddust á höfði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar og Denis Cardaklija markvörður Fram fóru báðir meiddir af leikvelli þegar Stjarnan lagði Fram 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. 28. september 2014 17:45