Erlent

Gera gys að nýfæddu barni Chelsea Clinton

Atli Ísleifsson skrifar
Á forsíðunni segir að enn ein frjálslynda grenjuskjóðan hafi bæst í hóp Clinton-fjölskyldunnar.
Á forsíðunni segir að enn ein frjálslynda grenjuskjóðan hafi bæst í hóp Clinton-fjölskyldunnar.
Bandaríska æsifréttablaðið New York Post þykir hafa lagst heldur lágt með nýrri forsíðu sinni þar sem grín er gert að nýfæddu stúlkubarni Chelsea Clinton, dóttur fyrrum forsetahjónanna Hillary og Bill Clinton.

Á forsíðunni segir að enn ein frjálslynda grenjuskjóðan hafi bæst í hóp Clinton-fjölskyldunnar. Forsíðan hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum þar sem ákvörðun ritstjórnar um birtingu forsíðunnar er harðlega gagnrýnd.

Stúlkan kom í heiminn á föstudagskvöldið og hefur fengið nafnið Charlotte Clinton Mezvinsky. Charlotte er fyrsta barn Chelsea og eiginmanns hennar, Marc.

Forsetahjónin fyrrverandi segjast vera í skýjunum með að verða orðin amma og afi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×