Erlent

Gary Glitter ákærður fyrir átta kynferðisbrot

Randver Kári Randversson skrifar
Gary Glitter var handtekinn í október 2012.
Gary Glitter var handtekinn í október 2012. Vísir/AFP
Gary Glitter hefur verið ákærður fyrir átta kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem voru á aldrinum 12 til 14 ára þegar meint brot áttu sér stað á árunum frá 1977 til 1980. Sky News greinir frá þessu.

Glitter, sem réttu nafni heitir Paul Gadd, var handtekinn á heimili sínu 28. október 2012 og á að koma koma fyrir rétt í London þann 19. júní. 

Saksóknari mun ekki aðhafast frekar vegna ásakana tveggja annarra einstaklinga um að hafa framið fimm önnur brot.

Poppstjarnan fyrrverandi var fyrsti einstaklingurinn sem handtekinn var eftir að sérstök rannsókn var sett af stað í kjölfar hneykslisins í kringum sjónvarpsstjörnuna Jimmy Savile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×