Erlent

Breyttu neikvæðum skilaboðum um samkynhneigð í ást

Þetta vakti reiði meðal einhverra Bandaríkjamanna.
Þetta vakti reiði meðal einhverra Bandaríkjamanna.
Auglýsing fyrirtækisins Honey Maid vakti mikla athygli þegar hún var fyrst birt í bandarísku sjónvarpi um miðjan marsmánuð. Auglýsingin sýndi nokkrar afar mismunandi fjölskyldur borða kex frá fyrirtækinu undir slagorðinu „Þetta er heilsteypt.“

Einhverjum þótti auglýsingin ekki sýna heilsteyptar fjölskyldur og fékk fyrirtækið kvartanir yfir því að ein fjölskyldan var samansett af tveimur karlmönnum með börn. Fyrirtækið hefur nú brugðist við kvörtununum með nýrri auglýsingu.

Fyrri auglýsinguna má sjá hér að neðan.



„Einhverjir voru ósammála boðskapnum okkar. Svo við fengum tvo listamenn til þess að taka öll neikvæðu skilaboðin og breyta þeim í eitthvað annað,“ segir í nýju auglýsingunni.

Áhorfendur fá svo að sjá listamenn raða skilaboðunum skipulega upp og búa til enska orðið Love, sem þýðir ást, úr skilaboðunum útprentuðum.

Nýja auglýsingin, sem birtist í bandarísku sjónvarpi fyrir þremur dögum, hefur vakið gríðarlega athygli vestanhafs. Til að mynda hafa tæplega þrjár milljónir manns horft á auglýsinguna á vefsíðunnu Youtube. 

Auglýsingastefna fyrirtækisins Honey Maid þykir vera einkar athyglisverð. Tímaritið The New Yorker fjallaði um hana í gærkvöldi. Í þeirri grein segir að bandarísk stórfyrirtæki hafi ekki áður tekið svona afstöðu í jafn miklu hitamáli og samkynhneigð og mismundi fjölskyldugerðir eru í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá nýju auglýsinguna, sem hefur vakið upp þessi miklu viðbrögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×