Írak virðist vera að liðast í sundur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2014 00:01 Herinn skildi dótið sitt eftir Búnaður frá íraska hernum við eftirlitsstöð skammt frá borginni Mosúl, sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í vikunni.nordicphotos/AFP Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira