Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2014 07:00 Alþjóðaflutningssambandið segir tilboð Icelandair til flugmanna vera hlægilegt, sérstaklega í ljósi hagnaðar félagsins. vísir/Anton Brink Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Alþjóðleg verkalýðsfélög ætla að standa með flugmönnum í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Starfsmaður Alþjóðaflutningasambandsins (ITF) segir að verði sett lög á deiluna sé hugsanlegt að starfsmenn sem þjónusta vélar Icelandair erlendis leggi niður störf. Bæði Norræna og Alþjóðlega flutningasambandið hafa tilkynnt Icelandair og Samtökum atvinnulífsins bréflega að þau muni standa við bakið á íslenskum flugmönnum, auk þess sem utanríkisráðuneytið fékk afrit af bréfunum. Í bréfi ITF segir að launahækkunin sem flugmönnum sé boðin sé hlægileg, sérstaklega í ljósi þess að methagnaður hafi verið hjá Icelandair á síðustu fjórum árum. Einnig að sterk hefð sé fyrir samstöðu á milli félaganna og muni ITF styðja íslenska flugmenn. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir að nokkrar aðferðir séu við að sýna slíka samstöðu. Ef lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna sé vel hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf.Jónas Garðarsson, starfsmaður Alþjóðaflutningssambandsins á íslandi, segir hugsanlegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna flugmönnum samstöðu.„Þá eru töskurnar ekki sóttar og farþegar fá ekki farangur sinn, eldsneyti er ekki afgreitt á vélarnar eða vélarnar ekki þrifnar,“ segir Jónas. „Það eru fordæmi fyrir þessu erlendis en ekki hér á Íslandi svo ég muni.“ Samstaðan er einnig sýnd í verki með því að aðildarfélög borga í verkfallssjóðinn. „Við höfum stutt erlend félög með þeim hætti og þau styðja okkur líka. Þetta er mjög sterkur félagsskapur og gífurleg samstaða í svona málum.“ Í flutningasambandinu er að finna félög sjómanna, vörubílsstjóra, hafnarverkamanna og í raun allra stétta sem koma að flutningum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hún hefur sagt að ekki sé rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar ekki lagasetningu.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01
Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag. 13. maí 2014 12:59
Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00