Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2014 18:53 Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira