Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2014 18:53 Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira