Erlent

Tælenska ríkisstjórnin á í vök að verjast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnarandstæðingur treður á mynd af Shinawatra.
Stjórnarandstæðingur treður á mynd af Shinawatra. ap
Stjórnarandstæðingar í Tælandi fjölmenntu á götum höfuðborgarinnar Bangkok í morgun þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin færi frá.

Forsætisráðherrann Yingluck Shinawatra hefur raunar þegar hrakist úr embætti eftir úrskurð stjórnarskrárdómstóls þar um en ríkisstjórn hennar situr þó enn og hefur nýr forsætisráðherra sagt að stefnt verði að kosningum þann 20. júlí næstkomandi. Mótmælendum finnst það allt langur tími og krefjast þess að öll ríkisstjórnin fari frá völdum þegar í stað þannig að unnt verði að bylta stjórnmálakerfi landsins.

Flokkur Shinawatra nýtur hinsvegar mikilla vinsælda í dreifðari byggðum landsins þannig að alls óvíst er um útkomu kosninga, verði þær haldnar á annað borð á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×