Í Pepsi-mörkunum í gær var rifjað upp þegar FH tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins.
FH gerði það árið 2004 með því að vinna KA á Akureyri í lokaumferðinni, 2-1. Emil Hallfreðsson kom FH yfir en Hreinn Hringsson jafnaði metin fyrir heimamenn.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði svo sigurmark FH í uppbótartíma og gulltryggði Hafnfirðingum þar með Íslandsmeistaratitilinn.
KA endaði í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar þetta sumarið en hefði með sigri á FH-ingum forðað sér frá falli.
Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var þá fyrirliði liðsins og lyfti bikarnum að leik loknum. Eins og heyra má í lýsingu Loga Ólafssonar hafði „lagerstjórinn“ beðið lengi eftir þeirri stund.
Pepsi-mörkin: Þegar lagerstjórinn lyfti bikarnum
Tengdar fréttir

Sjáðu öll mörkin úr 2. umferð Pepsi-deildarinnar | Myndband
Alls voru 16 mörk skoruð í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en hér má sjá þau öll í einni markasyrpu sem birtist í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.