Shaq gagnrýndur fyrir að gera grín að fötluðum aðdáanda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 13:23 Shaq hefur nú eytt myndinni Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira