Shaq gagnrýndur fyrir að gera grín að fötluðum aðdáanda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 13:23 Shaq hefur nú eytt myndinni Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira