Shaq gagnrýndur fyrir að gera grín að fötluðum aðdáanda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 13:23 Shaq hefur nú eytt myndinni Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira