Erlent

Írakar kjósa sér þing

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á leið á kjörstað í morgun.
Á leið á kjörstað í morgun. Nordicphotos/AFP
Gríðarmiklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna þingkosninganna, sem haldnar eru í Írak í dag. Þetta eru þriðju þingkosningarnar þar frá því Saddam Hussein var steypt af stóli árið 2003.

Sprengjuárásum í borgum landsins hefur fjölgað töluvert í aðdraganda kosninganna, og hótanir hafa verið um fleiri árásir í dag.

Nouri al Malíki hefur verið forsætisráðherra í átta ár. Hann er sjía-múslimi, en þeir eru í meirihluta í landinu og fastlega er reiknað með því að flokkur al Malikis beri sigur úr býtum í kosningunum.

Um 22 milljónir manna eru á kjörskrá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×