Erlent

Lítið mál að brjótast inn á vefmyndavélar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Friðrik segir ekki þekkja sögu þessa fólk nákvæmlega en þarna er um að ræða ágætis vefmyndavél. Eins vélar séu meira að segja seldar hér á landi. Vefmyndavélin sé beintengd inn á netið og hægt sé að streyma efni af vélinni inn á til dæmis spjaldtölvur.
Friðrik segir ekki þekkja sögu þessa fólk nákvæmlega en þarna er um að ræða ágætis vefmyndavél. Eins vélar séu meira að segja seldar hér á landi. Vefmyndavélin sé beintengd inn á netið og hægt sé að streyma efni af vélinni inn á til dæmis spjaldtölvur.
Foreldrar lítillar stúlku í Ohio í Bandaríkjunum vöknuðu um miðja nótt við að karlmannsrödd heyrðist úr herbergi dóttur þeirra. Þegar þau fóru og athuguðu með hvað var í gangi komust þau að því að einhver hafði hakkað sig inn í vefmyndavél sem var inni í herberginu hennar og sá fylgdist með stúlkunni sofa.

Friðrik Skúlason sem hefur lengi talað um tölvuöryggi mætti í viðtal hjá Reykjavk síðdegis í gær. Þar var hann spurður út í það hvort að þetta sem foreldrarnir í Ohio lentu í væri algengt og hvort það væri jafnvel ekkert mál að brjótast með þessum hætti inn á vefmyndavélar.

„Þetta er almennt séð  eins og þegar fólk uppgötvar að það hafi verið brotist inn hjá þeim,“ sagði Friðrik. Tilfinningin sé óþægileg.  

Friðrik segir ekki þekkja sögu þessa fólk nákvæmlega en þarna er um að ræða ágætis vefmyndavél. Eins vélar séu meira að segja seldar hér á landi. Vefmyndavélin sé beintengd inn á netið og hægt sé að streyma efni af vélinni inn á til dæmis spjaldtölvur.

Það sem honum þykir líklegt að hafi verið málið í þessu tilviki er að foreldrarnir hafi ekki breytt notendanafninu og lykilorðinu til að komast inn á myndavélina.

Allar þessar myndavélar komi sjálfar með sjálfgefnu notendanafni og lykilorði.  Fólk geti því leitað svona myndavélar uppi og reynt að komast inn á þær með að nota sjálfgefnu orðin. Ef eigandinn hafi ekki breytt þeim sé lítið mál að komast inn á þær.

Þessar vélar séu eins og hver önnur tölva á netinu. Aðal sölupunkturinn við þessar vélar sé einmitt að hægt sé að nálgast myndavélina og skoðað hana sem hvar sem er úr hvaða tölvu sem er. Hægt sé að láta tölvu prófa nokkur þúsund IP tölur þangað til dottið sé inn á eitthvað áhugavert. Á þessum vélum er þó einnig öryggisgalli sem auðveldi þeim sem kunna að brjótast inn á þær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×