Erlent

Bob Hoskins látinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bob Huskins.
Bob Huskins. vísir/ap
Breski leikarinn Bob Hoskins er látinn, 71 árs að aldri. Leikarinn lést af afleiðingum lungnabólgu og að sögn umboðsmanns hans lést hann í gærkvöld í faðmi fjölskyldu sinnar.

Leikferill hans spannaði yfir þrjátíu ár og var hann best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Long Good Friday og Who Framed Roger Rabbit.

Hoskins varð frægur á sjöunda áratug síðustu aldar og átti hann langan og farsælan feril í Hollywood. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×