Innlent

Mennirnir sem fengu reykeitrun í Akrafelli útskrifaðir af spítala

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skipið strandaði klukkan fimm í gærmorgun.
Skipið strandaði klukkan fimm í gærmorgun. Mynd/Pétur Kristinsson
Mennirnir níu sem fengu reykeitrun eftir að hafa unnið við að dæla sjó úr vélarrými á flutningaskipinu Akrafelli eru heilir heilsu og á leið heim af sjúkrahúsinu í Neskaupsstað. Þeir voru fluttir þangað í nótt eftir að flutningaskipið var dregið af strandstað til Eskifjarðar. Flutningaskipið strandaði klukkan fimm í gærmorgun milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Upphaflega var ákveðið að draga skipið til hafnar í Reyðarfirði en á miðri leið var hætt við það.

Ástæða reykeitrunarinnar er einfaldlega sú að ekki var nægilega vel reykræst úr vélarrýminu þar sem mennirnir unnu en þeir unnu með bensínknúnar loftdælur sem voru búnar að snúa út úr sér loftblæstri.

Vakthafandi læknir segir mennina alla hafa verið með reykeitrunareinkenni en gat ekki gefið upp hvort þeir hefðu verið misvel haldnir. Engum þeirra verður haldið eftir á spítalanum.


Tengdar fréttir

Dælur hafa ekki undan

Talsverður sjór er í vél Akrafells sem misst hefur allt vélarafl og rafmagn.

Enn ráða dælur ekki við lekann

Unnið er að því um borð að setja upp skilrúm og koma í veg fyrir að sjórinn nái úr vélarrými skipsins. Kafarar vinna nú að því að meta stöðuna varðandi skemmdir á botni skipsins.

Akrafell komið í höfn

Skipið losnaði um miðnætti í nótt í kjölfar háflóðs og skipið Aðalsteinn dró það þá til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×