Innlent

Akrafell komið í höfn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Akrafellið losnaði í nótt og er nú komið til Reyðarfjarðar.
Akrafellið losnaði í nótt og er nú komið til Reyðarfjarðar. Mynd/Þórarinn Traustason
Akrafell, flutningaskip sem strandaði klukkan fimm í gærmorgun milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, hefur verið dregið til hafnar í Eskifirði.

Skipið losnaði um miðnætti í nótt í kjölfar háflóðs og skipið Aðalsteinn dró það þá til hafnar. Fimm varðskipsmenn auk skipstjóra voru borð í skipinu þegar það losnaði. Upphaflega áætlunin hljóðaði upp á það að skipið yrði dregið til Reyðarfjarðar en áður en þangað var komið var tekin kröpp beygja til Eskifjarðar þar sem skipið endaði loks. Samkvæmt vakthafandi lækni á spítalanum á Neskaupstað voru níu manns hafi fluttir á sjúkrahúsið vegna reykeitrunar. Þeir störfuðu í vélarrými skipsins með bensínknúnar loftdælur en ekki var nægilega vel reykræst í rýminu með fyrrgreindum afleiðingum.

Aðalsteinn hafði verið með dráttartaug fasta í skipinu frá því um hádegi í gær en til stóð að Varðskipið Þór myndi taka við þeim starfa í dag. Þór lagði af stað síðdegis í gær frá Reykjavík. 

Starfsmenn Samskips funda nú ásamt öðrum aðilum á vettvangi vegna málsins. 


Tengdar fréttir

Dælur hafa ekki undan

Talsverður sjór er í vél Akrafells sem misst hefur allt vélarafl og rafmagn.

Enn ráða dælur ekki við lekann

Unnið er að því um borð að setja upp skilrúm og koma í veg fyrir að sjórinn nái úr vélarrými skipsins. Kafarar vinna nú að því að meta stöðuna varðandi skemmdir á botni skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×