Innlent

Engin merki um olíuleka úr Akrafelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pétur Kristinsson
Umhverfisstofnun vaktar strandstað Akrafells við Vattarnes og hefur aðgerðaráætlun Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu verið virkjuð. Fulltrúi Umhverfisstofnunar og mengunarvarnarbúnaður er á leið á staðinn ef á þarf að halda. Þá er verið að draga út olíuvarnargirðingu í varúðarskyni.

Engin merki um olíuleka hafa sést í grennd við skipið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun lenda við strandsstað um tuttugu mínútum fyrir eitt og eru kafarar um borð. Þeir munu kanna ástand skipsins. Einnig er unnið að því að koma fleiri dælum um borð þar sem þær dælur sem eru fyrir hafi ekki undan að dæla sjó úr skipinu.

Varðskipið Ægir er nú að koma á vettvang og mun taka við vettvangsstjórn og mögulega togi einnig. Togvír er nú úr Akrafelli í Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði. Þá eru fleiri dælur um borð í Ægi.

Háflóð er núna um hádegið og þá mun koma í ljós hvort Akrafell losni af sjálfsdáðum af strandsstaða eða ekki.


Tengdar fréttir

Dælur hafa ekki undan

Talsverður sjór er í vél Akrafells sem misst hefur allt vélarafl og rafmagn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×