Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2014 12:57 Lars Lagerbäck. vísir/getty Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki