Erlent

Stórnarandstæðingar teknir höndum í Tyrklandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mannfjöldi reynir að hindra handtöku ritstjóra Zaman.
Mannfjöldi reynir að hindra handtöku ritstjóra Zaman. vísir/afp
Lögreglan í Tyrklandi handtók minnst 23 starfsmenn fjölmiðla þar í landi í gær.

Meðal þeirra handteknu er Ekrem Dumanli, ritstjóri dagblaðsins Zaman, sem hefur verið einn helsti andstæðingur forsetans. Er fréttist af handtökunum safnaðist fjöldi manns saman fyrir utan skrifstofur blaðsins og kom í veg fyrir að hægt væri að flytja starfsmenn blaðsins á brott. Handtökurnar tókust í annarri atrennu.

Á laugardaginn lýsti Recep Tayyip Erdogan forseti því yfir að til stæði að hreinsa landið af mönnum sem hann sagði leggja á ráðin um byltingu. Dagsetningin er ekki talin tilviljun en ár er síðan fjölmiðlar flettu ofan af spillingarmáli sem kostaði fjóra ráðherra í ríkisstjórninni stólinn. Líf ríkisstjórnarinnar hékk á bláþræði en hún hélt velli. Nú á að koma í veg fyrir að slík atvik geti endurtekið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×