Erlent

Ætlar að verða hlýjasta árið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hlýnun jarðar ekkert að stöðvast.
Hlýnun jarðar ekkert að stöðvast. Fréttablaðið/AP
Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefnunni í Líma í gær.

Hitinn frá janúar til október er 0,57 stigum yfir meðaltali, rétt eins og sömu mánuðir voru árið 2010.

„Bráðabirgðaupplýsingar fyrir 2014 þýða að 14 af 15 hlýjustu árum skráðrar sögu hafa öll verið á 21. öldinni,“ segir Michel Jarraud, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Hlýnun jarðar er ekkert að stöðvast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×