Óeirðir í kjölfar sýknunar Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Fólkið leggst í götuna til að minna á dauðsföll, sem lögreglan hefur valdið. vísir/AP Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“ Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira