Ekki allir sem fá annan séns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2014 06:00 Bjarni Guðjónsson er nýr þjálfari KR-liðsins. Hér er hann með Kristni Kjærnested og Guðmundi Benediktssyni. Fréttablaðið/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar fá strax tækifæri í úrvalsdeildinni nokkrum vikum eftir að þeir féllu með lið sitt úr deildinni og Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR-inga, bættist því í fámennan hóp þegar hann skrifaði undir samninginn í Frostaskjóli á þriðjudaginn. Aðeins átta prósent þjálfara sem hafa fallið með lið sitt hafa fengið starf í efstu deild fyrir næsta tímabil, eða bara 5 af 63. Að auki bætast við tuttugu aðrir þjálfarar sem hættu með lið á fallsumri og fengu ekki lið í efstu deild árið eftir. Það er því afar sjaldgæft að þjálfarar fái slíkt tækifæri eftir vonbrigðin sumarið á undan, hvað þá að fá eitt allra eftirsóttasta þjálfarastarfið í íslenska boltanum eins og Bjarni. KR-ingar hafa mikla trú á sínum gamla fyrirliða og láta frumraunina með Fram ekki trufla sig. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það. Við horfum bara á okkur. Við erum KR – ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi. „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú,“ bætti Kristinn við. Það hefur gengið vel hjá þremur af fjórum „fall“-þjálfurum sem hafa fengið strax aftur tækifæri í úrvalsdeildinni. Undir stjórn tveggja þeirra hækkaði liðið sig í töflunni á milli ára og hjá einum hélt liðið sama sæti í efri hlutanum. Ekkert gekk hins vegar upp hjá þeim fjórða sem bæði þurfti að taka pokann sinn og horfa á eftir liði falla annað árið í röð. Hörður Hilmarsson og Logi Ólafsson eru þeir „fall“-þjálfarar sem komust næst titli ári eftir að hafa farið með lið niður um deild. Hörður féll með Blikana haustið 1992 eftir að hafa tekið við liðinu fyrir 9. umferð en tók síðan við liði FH sem hoppaði upp um fjögur sæti og endaði í öðru sæti á eftir sterku Skagaliði sumarið 1993. Logi fór niður með Selfoss sumarið 2012 en tók við Stjörnumönnum nokkrum vikum eftir mótið. Stjarnan hækkaði sig um tvö sæti í töflunni (úr 5. sæti í 3. sæti) og fór í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þorlákur Árnason féll með Valsliðið sumarið 2003 en fékk strax starf hjá Fylki sem undir hans stjórn endaði í fjórða sæti annað sumarið í röð. Andri Marteinsson sker sig úr í hópnum en hann féll með Haukana sumarið 2010 og var í næstneðsta sætinu og nýbúinn að tapa fyrir neðsta liðinu í deildinni þegar hann var rekinn um mitt mót. Víkingsliðinu tókst ekki að bjarga sæti sínu og Andri átti því þátt í að lið féllu úr deildinni tvö sumur í röð. Ólafur H. Kristjánsson fær síðan aukaaðild að klúbbnum því hann tók við A-deildarliði um mitt næsta sumar. Ólafur fór niður með Fram haustið 2005 en tók síðan við liði Breiðabliks í byrjun júlí þegar Bjarni Jóhannsson sagði upp. Ólafur fór með Blikana upp um fjögur sæti á síðustu níu umferðunum og átti síðan efir að þjálfa Kópavogsliðið út maí 2014 þegar hann tók við danska liðinu Nordsjælland. Á þeim tíma unnu Blikar sína fyrstu og einu stóru titla í karlaflokki. Það er orðið meira en hálf öld síðan sami maður náði því að vinna Íslandsbikarinn bæði sem fyrirliði og þjálfari hjá KR. Hvort Bjarni nái að endurtaka afrek Óla B. Jónssonar frá fimmta og sjötta áratugnum kemur ekki í ljós fyrr en síðar. ooj@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12 Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51 Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem þjálfarar fá strax tækifæri í úrvalsdeildinni nokkrum vikum eftir að þeir féllu með lið sitt úr deildinni og Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR-inga, bættist því í fámennan hóp þegar hann skrifaði undir samninginn í Frostaskjóli á þriðjudaginn. Aðeins átta prósent þjálfara sem hafa fallið með lið sitt hafa fengið starf í efstu deild fyrir næsta tímabil, eða bara 5 af 63. Að auki bætast við tuttugu aðrir þjálfarar sem hættu með lið á fallsumri og fengu ekki lið í efstu deild árið eftir. Það er því afar sjaldgæft að þjálfarar fái slíkt tækifæri eftir vonbrigðin sumarið á undan, hvað þá að fá eitt allra eftirsóttasta þjálfarastarfið í íslenska boltanum eins og Bjarni. KR-ingar hafa mikla trú á sínum gamla fyrirliða og láta frumraunina með Fram ekki trufla sig. „Það er alltaf pressa á öllum þeim sem koma og starfa fyrir KR. Þannig viljum við hafa það. Við horfum bara á okkur. Við erum KR – ekki Fram, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Vísi. „Við þekkjum Bjarna enda var hann lengi hér sem leikmaður. Við vitum fyrir hvað hann stendur og treystum honum í verkið. Það eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfararáðningum KR og þannig er það sjálfsagt nú,“ bætti Kristinn við. Það hefur gengið vel hjá þremur af fjórum „fall“-þjálfurum sem hafa fengið strax aftur tækifæri í úrvalsdeildinni. Undir stjórn tveggja þeirra hækkaði liðið sig í töflunni á milli ára og hjá einum hélt liðið sama sæti í efri hlutanum. Ekkert gekk hins vegar upp hjá þeim fjórða sem bæði þurfti að taka pokann sinn og horfa á eftir liði falla annað árið í röð. Hörður Hilmarsson og Logi Ólafsson eru þeir „fall“-þjálfarar sem komust næst titli ári eftir að hafa farið með lið niður um deild. Hörður féll með Blikana haustið 1992 eftir að hafa tekið við liðinu fyrir 9. umferð en tók síðan við liði FH sem hoppaði upp um fjögur sæti og endaði í öðru sæti á eftir sterku Skagaliði sumarið 1993. Logi fór niður með Selfoss sumarið 2012 en tók við Stjörnumönnum nokkrum vikum eftir mótið. Stjarnan hækkaði sig um tvö sæti í töflunni (úr 5. sæti í 3. sæti) og fór í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þorlákur Árnason féll með Valsliðið sumarið 2003 en fékk strax starf hjá Fylki sem undir hans stjórn endaði í fjórða sæti annað sumarið í röð. Andri Marteinsson sker sig úr í hópnum en hann féll með Haukana sumarið 2010 og var í næstneðsta sætinu og nýbúinn að tapa fyrir neðsta liðinu í deildinni þegar hann var rekinn um mitt mót. Víkingsliðinu tókst ekki að bjarga sæti sínu og Andri átti því þátt í að lið féllu úr deildinni tvö sumur í röð. Ólafur H. Kristjánsson fær síðan aukaaðild að klúbbnum því hann tók við A-deildarliði um mitt næsta sumar. Ólafur fór niður með Fram haustið 2005 en tók síðan við liði Breiðabliks í byrjun júlí þegar Bjarni Jóhannsson sagði upp. Ólafur fór með Blikana upp um fjögur sæti á síðustu níu umferðunum og átti síðan efir að þjálfa Kópavogsliðið út maí 2014 þegar hann tók við danska liðinu Nordsjælland. Á þeim tíma unnu Blikar sína fyrstu og einu stóru titla í karlaflokki. Það er orðið meira en hálf öld síðan sami maður náði því að vinna Íslandsbikarinn bæði sem fyrirliði og þjálfari hjá KR. Hvort Bjarni nái að endurtaka afrek Óla B. Jónssonar frá fimmta og sjötta áratugnum kemur ekki í ljós fyrr en síðar. ooj@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12 Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51 Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15 Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13 Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00 Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn Fyrrverandi fyrirliði Vesturbæjarliðsins er næstur í röðinni ef Rúnar Kristinsson fær starfið hjá Lilleström. 23. október 2014 13:12
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Bjarni hættur hjá Fram Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins. 17. október 2014 16:51
Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari Fyrrverandi leikmenn KR gerast þjálfarar bikarmeistaranna. 27. október 2014 16:15
Kristinn: Við erum KR - ekki Fram Formaður knattspyrnudeildar KR segir að það sé pressa á nýjum þjálfara KR. 28. október 2014 19:13
Bjarni fellur vel inn í meistaramót KR-inga KR hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá 1999 og alla undir stjórn þjálfara sem spiluðu sjálfir með liðinu. 29. október 2014 06:00
Bjarni: Legg allt sem ég á undir Bjarni Guðjónsson var kynntur sem nýr aðalþjálfari KR í dag. 28. október 2014 18:17