Íslenski boltinn

Bjarni kynntur hjá KR á morgun - Gummi Ben aðstoðarþjálfari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson snúa aftur í Vesturbæinn.
Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson snúa aftur í Vesturbæinn. vísir/stefán/daníel
Bjarni Guðjónsson verður kynntur sem þjálfari KR á blaðamannafundi á morgun, samkvæmt heimildum Vísis.

Guðmundur Benediktsson, sem stýrði Breiðabliki í sumar, verður aðstoðarmaður Bjarna, en nýtt þjálfarateymi verður kynnt á fundinum á morgun.

Bjarni og Guðmundur taka við starfinu af RúnariKristinssyni og Pétri Péturssyni sem eru að öllum líkindum á leiðinni til Lilleström í Noregi.

Bæði Bjarni og Guðmundur eiga farsæla ferla að baki sem leikmenn KR. Bjarni varð Íslandsmeistari 2011 og 2013 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014.

Guðmundur lék í tvígang með KR, en hann varð fyrst Íslandsmeistari með félaginu árið 1999 og aftur árið 2000. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn aftur með KR 2002 og var svo aðstoðarþjálfari Willums Þórs Þórssonar árið eftir þegar KR vann fjórða titilinn á fimm árum.

Guðmundur hætti að spila með KR árið 2009 og stýrði Selfossi í efstu deild árið eftir. Hann þjálfaði Breiðablik í sumar eftir að vera aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar til tveggja ára.

Bjarni Guðjónsson reyndi í fyrsta skipti fyrir sér sem aðalþjálfari í sumar, en hann tók við liði Fram síðasta haust. Hann féll með liðið úr efstu deild og lét svo af störfum á dögunum.

Bjarni Guðjónsson í búningi KR.vísir/anton
Guðmundur Benediktsson vann marga titla með KR.vísir/stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×