Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2014 06:30 Búist er við fjölmenni í Hafnarfjörðinn á laugardag. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13