Þórsvöllur er sá öruggasti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2014 07:30 Þórsvöllur. vísir/auðunn Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um öryggi áhorfenda eftir slysið hörmulega sem varð á Þórsvelli fyrir rúmri viku. Þá féll stuðningsmaður FH yfir handriðið í stúkunni og féll með andlitið beint á steypukant. Hann mátti þakka fyrir að sleppa lifandi úr fallinu þó svo hann sé ansi illa farinn og verði lengi að ná fullri heilsu. FH-ingurinn, Harjit Delay, gagnrýndi aðstæður á Þórsvelli harkalega í viðtali við íþróttadeild um síðustu helgi og sagði það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær illa færi á þessum velli. Hann sagði handriðið vera stórhættulegt og að börn væru í hættu á vellinum. Fréttablaðið fór í smá úttekt á þeim völlum þar sem fall úr stúku er hátt. Sú úttekt leiddi í ljós að hættulegasta stúkan er á þeim velli sem Harjit fer oftast á – Kaplakrikavelli. Það er ekkert handrið í Krikanum, aðeins steypukantur sem er ekki nema 84 sentimetrar á hæð. Á móti kemur að ef einhver lendir í því að detta úr stúkunni í Krikanum þá lendir hann líklega á grasi. Það kemur reyndar smá steypukantur út þar sem varamannabekkurinn er. Handriðið á Stjörnuvelli er litlu hærra, 87 sentimetrar, en fallið þar er talsvert minna en úr stúkunni í Krikanum. Ekkert gras er þó þar fyrir neðan heldur harðar hellur.Á Kópavogsvelli er handriðið mun hærra eða heill metri. Ef menn falla úr þeirri stúku bíða hellur fyrir neðan rétt eins og í Garðabænum. Stór markísa hangir svo yfir gryfjunni þar sem leikmenn ganga til búningsherbergja og myndi hún draga verulega úr fallinu ef einhver færi þar niður. Þórsvöllur er með hæsta handriðið af þeim stúkum þar sem hægt er að slasa sig með því að falla úr stúkunni. Hæðin á handriðinu, ef staðið er eðlilega í stúkunni, er 121 sentimetri. Hægt er að klifra upp á steypukant og þá er hæðin 82 sentimetrar. Fallið er aftur á móti hátt, tæpir 4 metrar, og lendingarsvæðið er hörð steypa. Samkvæmt þessari úttekt er Þórsvöllurinn öruggasti völlur landsins þar sem stúkan er hátt uppi og hægt að falla niður. „Menn verða að fara eftir byggingarreglum og lögum er menn byggja svona stúkur. Það er ekkert talað um hæð handriða í mannvirkjareglum KSÍ,“ segir Ómar Smárason hjá KSÍ aðspurður hvort Knattspyrnusambandið sé með einhverjar reglur um hæð handriða. Í byggingarreglugerð er talað um hæð handriða í fjölbýlum. Þar á hæð handriða að vera 110 sentimetrar á fyrstu hæð en 120 sentimetrar á annarri hæð og ofar. Þórsvöllurinn er sá eini af áðurtöldum völlum sem uppfyllir þær kröfur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13