Erlent

Sakaði Hamas um stríðsglæpi

Freyr Bjarnason skrifar
Forsætisráðherra Ísraels í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Forsætisráðherra Ísraels í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fréttablaðið/AP
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, líkti sprengjuárásum þjóðar sinnar á Gasasvæðinu við loftrárásir Bandaríkjamanna á Sýrland og Írak á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Hann sagði að Hamas-samtökin og öfgasamtökin Íslamska ríkið sæktust bæði eftir heimsyfirráðum. Netanjahú sakaði Hamas um að fremja „alvöru stríðsglæpi á Gasa“, með því að nota almenna borgara í Palestínu sem varnarvegg.

Vika er síðan Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sakaði Ísraela um „þjóðarmorð“ á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×