Erlent

Ójafnrétti í framfærslugreiðslum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Margir fóru af stað í gær til þess að mótmæla hörðum refsingum og úreltri löggjöf varðandi framfærslueyri.
Margir fóru af stað í gær til þess að mótmæla hörðum refsingum og úreltri löggjöf varðandi framfærslueyri. Fréttablaðið/AFP
Fjölmenn mótmæli áttu sér stað í borginni San José í Kosta Ríka í gær. Kröfðust mótmælendur jafnréttis varðandi framfærslueyri eftir hjúskaparslit.

Mótmælt var fyrir framan heimili forsetans, Luis Guillermo Solís, en lögreglumenn mynduðu varnarvegg fyrir framan húsið og héldu mótmælendum í skefjum. Lög sem varða framfærslueyri hafa verið gagnrýnd að undanförnu og helst þær íþyngjandi refsingar sem felast í lögunum en menn geta átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu brjóti þeir lögin.

Oft er aðeins settur þriggja daga frestur til greiðslu framfærslueyris sem getur verið himinhá fjárhæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×