Erlent

Margra enn saknað í hlíðum Ontake

Fjölda er enn saknað eftir að eldfjallið Ontake í Japan fór að gjósa á laugardag.

Talið er að 31 fjallgöngumaður hafi látist. Um 300 fjallgöngumenn voru í hlíðum eldfjallsins þegar gosið hófst en Ontake er næststærsta fjall Japans, um 200 kílómetra vestur af höfuðborginni Tókýó.

Fjallið er um 3.000 metra hátt og að jafnaði er fjöldi ferðamanna í fjallinu.

Um sjö hundruð björgunarmenn eru á svæðinu að leita þeirra sem komust lífs af en björgunaraðgerðir ganga hægt þar sem erfitt er að komast að fólkinu.

Gosið var afar kraftmikið og er þetta mesta manntjón í eldgosi í Japan síðan 43 fórust þegar eldfjallið Unzen gaus árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×