„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 06:00 „Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag. Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag.
Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02