„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 06:00 „Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag. Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag.
Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02