Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Linda Blöndal skrifar 13. september 2014 19:02 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vill ekki tjá sig að svo stöddu um orð Jóns Óttars Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar segist í viðtali við Fréttablaðið í dag oftar en einu sinni bent ríkisaksóknara brot í störfum Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara til dæmis um ólöglegar símhleranar.Bitur en ekki að hefnaJón Óttar ræddi við Stöð 2 í kvöld og aðspurður hvort hann hefði einhverra harma að hefna gagnvart sínum fyrrum vinnuveitenda sagði hann ekki svo vera en hann viðurkenndi fúslega að vera bitur gagnvart sinum fyrrverandi vinnuveitendum. Jón Óttar starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009 til 2012 en hætti störfum eftir að sérstakur saksóknari kærði hann til ríkissaksóknara. Jón Óttar og meðeigandi hans í rannsóknarfyrirtæki unnu á sama tíma fyrir skiptastjóra Milestone og embætti sérstaks saksóknar en málið gegn þeim var látið niður falla.Falsaði plöggJón segir sérstakan saksóknara hafa vitað af vinnunni fyrir Milestone en eftir kvörtun utanfrá hafi hann komist hjá vandræðum með því að falsa gögn og ákæra Jón Óttar. Hann segist hafa upplýst Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara um gjörðir saksóknara í málinu gagnvart sér. Hann upplýsti þá ríkissaksóknara um hleranirnar embættisins á samtölum lögmanna og skjólstæðinga í sérstakri greinargerð árið 2012 þar sem hann lýsir þessum hlerunum en ríkissaksóknari aðhafðist ekkert og sagði málin fyrnd.Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum.Í kvöldfréttum RÚV var það tekið fram að Sigurður Tómas Magnússon, ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara, segir það vera ósannindi að embættið hafi stundað hleranir á samtölum. Sjá má viðtalið við Jón Óttar í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vill ekki tjá sig að svo stöddu um orð Jóns Óttars Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar segist í viðtali við Fréttablaðið í dag oftar en einu sinni bent ríkisaksóknara brot í störfum Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara til dæmis um ólöglegar símhleranar.Bitur en ekki að hefnaJón Óttar ræddi við Stöð 2 í kvöld og aðspurður hvort hann hefði einhverra harma að hefna gagnvart sínum fyrrum vinnuveitenda sagði hann ekki svo vera en hann viðurkenndi fúslega að vera bitur gagnvart sinum fyrrverandi vinnuveitendum. Jón Óttar starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009 til 2012 en hætti störfum eftir að sérstakur saksóknari kærði hann til ríkissaksóknara. Jón Óttar og meðeigandi hans í rannsóknarfyrirtæki unnu á sama tíma fyrir skiptastjóra Milestone og embætti sérstaks saksóknar en málið gegn þeim var látið niður falla.Falsaði plöggJón segir sérstakan saksóknara hafa vitað af vinnunni fyrir Milestone en eftir kvörtun utanfrá hafi hann komist hjá vandræðum með því að falsa gögn og ákæra Jón Óttar. Hann segist hafa upplýst Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara um gjörðir saksóknara í málinu gagnvart sér. Hann upplýsti þá ríkissaksóknara um hleranirnar embættisins á samtölum lögmanna og skjólstæðinga í sérstakri greinargerð árið 2012 þar sem hann lýsir þessum hlerunum en ríkissaksóknari aðhafðist ekkert og sagði málin fyrnd.Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum.Í kvöldfréttum RÚV var það tekið fram að Sigurður Tómas Magnússon, ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara, segir það vera ósannindi að embættið hafi stundað hleranir á samtölum. Sjá má viðtalið við Jón Óttar í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira