Erlent

Neyðarástand mun ríkja lengi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tala látinna hækkar dag frá degi.
Tala látinna hækkar dag frá degi. Fréttablaðið/AP
Fjöldi látinna vegna flóðanna í Indlandi og Pakistan eykst dag frá degi. Yfirvöld segja að nú hafi yfir 400 látist vegna hamfaranna sem hafa haft áhrif á líf tæplega milljón einstaklinga á svæðinu.

Tólf manns létust í gær þegar þak mosku féll á meðan á síðdegisbænastund stóð.

Ahmed Kamal, talsmaður fyrir almannavarnir í Pakistan, sagði björgunaraðgerðir koma til með að taka langan tíma. „Neyðarástand mun ríkja á svæðinu í langan tíma.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×