Alþjóðlegir fjölmiðlar forðast umfjöllun Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. ágúst 2014 06:00 James Foley, bandaríski blaðamaðurinn, sem vígasveitir öfgamanna tóku af lífi í Írak. Nordicphotos/AFP Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna. Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna.
Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45
Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent