Alþjóðlegir fjölmiðlar forðast umfjöllun Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. ágúst 2014 06:00 James Foley, bandaríski blaðamaðurinn, sem vígasveitir öfgamanna tóku af lífi í Írak. Nordicphotos/AFP Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna. Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna.
Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45
Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17