Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. ágúst 2014 07:30 Marta Carissimi leikur nú með Stjörnunni og heldur með sínu liði. vísir/Arnþór Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Marta Carissimi, leikmaður meistaraflokks kvennaliðs Stjörnunnar, lék með Inter á síðasta ári, en hún er mjög spennt fyrir leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Marta lék með Inter fyrir aðeins einu ári, en leikur í dag með mótherjum ítalska stórveldisins á Íslandi. „Ég er spennt fyrir þessum leik þar sem þetta er skemmtileg tilviljun að ári eftir að ég spila fyrir Inter á sínum tíma leik ég með Stjörnunni en ég er frá Tórínó og ég er því ekki stuðningsmaður Inter,“ segir Marta í viðtali við Fréttablaðið. Marta þekkir aðstoðarþjálfara Inter, en þeir hafa ekkert haft samband til þess að spyrjast fyrir um leikmenn Stjörnunnar. „Þessi lið leika ekki saman líkt og hérna heima svo við æfðum ekki á sama stað og karlalið Inter. Maður þekkir samt alla því þetta eru allt stjörnur sem þurfa að fá allt það besta,“ sagði Marta létt en hún á ekki von á öðru en að leikmenn Inter vanmeti ekki Stjörnuna. „Þeir vita nánast allt um þetta lið og þeir vita að þeir eru leikmenn Inter. Þeir vita að þetta verður ekki auðvelt en þeir vita jafnframt að ætlast er til að þeir vinni þetta nokkuð auðveldlega. Ítalskir fjölmiðlar þekkja Stjörnuna út frá fögnunum sem voru fyrir nokkrum árum og það býst enginn við því að þeir geti veitt Inter einhverja keppni.“ „Inter er stórveldi á heimsvísu og þeir gera kröfur um það að fara langt í öllum keppnum og það er gríðarleg pressa á leikmönnum Inter fyrir þennan leik,“ sagði Marta sem sagði að margir af ítölskum vinum hennar vonist til þess að Stjarnan skori í leikjunum til þess að leikmennirnir tækju fögnin frægu. „Fyrstu dagana voru allir að tala um þessi fögn, ítalskir fjölmiðlar og íbúar Mílanó. Sumir töluðu jafnvel um að leikmenn Inter myndu valta yfir þá en ég hef fundið fyrir því að Ítalir vonast til þess að Stjarnan nái að skora.“ „Það eru margir sem eru búnir að deila fögnunum á samskiptamiðlunum og ég held að það sé óhætt að segja að allir vonist eftir því að Stjarnan skori og við fáum að sjá eitt fagn. Það trúir enginn að þeir séu hættir að gera þetta. Ég sagði þeim að þeir væru hættir þessu en þau vonast samt eftir því að þeir bjóði upp á eitt gott fagn,“ sagði Marta. Marta er líkt og áður hefur verið nefnt frá Tórínó og mun því halda með Stjörnunni í leiknum á miðvikudaginn. „Ég fer á leikinn og ég mun styðja Stjörnuna því ég spila með þeim. Ég vonast til þess að þeir nái góðum úrslitum. Svo mæti ég að sjálfsögðu daginn eftir og hvet íslenska landsliðið í leiknum gegn Danmörku,“ sagði Marta sem virðist vera yfir sig hrifin af íslenskum fótbolta.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira