Enski boltinn

Gylfi hetja Swansea á Old Trafford | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftímaleik. Eftir fína sókn sendi Gylfi Sigurðsson boltann á Sung-Yeung Ki sem lagði boltann framhjá David De Gea í markinu sem kom engum vörnum við.

Staðan var 0-1 fyrir gestunum frá Wales í hálfleik, en síðari hálfleikur var ekki nema átta mínútna gamall þegar heimamenn jöfnuðu. Eftir hornspyrnu datt boltinn fyrir Wayne Rooney sem skoraði með bakfallsspyrnu.

En þá var röðin kominn að okkar manni, Gylfa Sigurðssyni. Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka fékk hann boltann í teignum og náði að koma boltanum í netið við mikinn fögnuð Swansea.

Svanirnir náðu að halda út þrátt fyrir pressu United undir lokin og frábær sigur Gylfa og félaga á Old Trafford.


Tengdar fréttir

Gylfi snýr aftur með Swansea á stóra sviðinu

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í hádeginu þegar Swansea heimsækir Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir áratug átti íslenskur knattspyrnumaður sviðið í fyrstu umferð á móti United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×