Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn hafa átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur en liðið er enn ósigrað í Pepsi-deildinni. Fréttablaðið/Valli Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira