Þurfum að spila þéttan varnarleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 07:15 Atli Viðar og félagar leika í Hvíta-Rússlandi. Fréttablaðið/Valli FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
FH og Stjarnan halda áfram keppni í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðin leika fyrri leiki sína í 2. umferð ytra í kvöld. FH mætir Neman frá Grodno í Hvíta-Rússlandi en bærinn liggur við landamærin við Pólland. Stjarnan leikur gegn skoska liðinu Motherwell. „Ferðalagið gekk mjög vel og þetta lítur allt saman vel út,“ sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið í gær en FH-ingar lögðu snemma af stað á þriðjudagsmorgun og komu á áfangastað í gær eftir að hafa gist í Póllandi á leið sinni til Grodno. Hann segir að FH-ingar mæti ágætlega undirbúnir til leiks. „Við teljum okkur vita eitt og annað um þá. Þetta er hörkulið og eins og önnur frá Austur-Evrópu vel skipulagt og gott í að halda boltanum innan liðsins,“ segir Heimir. „Þar að auki er sumardeild hér í Hvíta-Rússlandi og því er liðið í hörkuformi, eins og við. Það hefur hentað íslenskum liðum illa að spila gegn slíkum liðum og ég á því von á erfiðum leik.“ Neman Grodno hafnaði í fjórða sæti hvít-rússnesku deildarinnar í fyrra en þar í landi hefur BATE Borisov borið höfuð og herðar yfir önnur lið og unnið meistaratitilinn átta ár í röð. „Við spiluðum við BATE bæði 2007 og 2010 og þó svo að þetta lið sé ekki jafn sterkt er það afar öflugt. Það er ljóst að við þurfum að spila þéttan varnarleik og komast frá leiknum þannig að við eigum möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika,“ segir Heimir. Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx samdi nýverið við FH og er kominn með leikheimild fyrir Evrópukeppnina. „Hann er góður leikmaður sem styrkir hópinn. Ég veit ekki hvort hann byrji í kvöld en reikna með að hann komi við sögu,“ segir þjálfarinn. Bæði FH og Stjarnan komust auðveldlega áfram úr fyrstu umferðinni en fá nú mun sterkari andstæðinga. Garðbæingar leika gegn Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor, á eftir Celtic sem vann 1-0 sigur á KR í fyrrakvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefja leik í Hvíta-Rússlandi klukkan 17.00 í dag og Stjarnan mætir Motherwell klukkan 18.45. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Boltavakt Vísis.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira