Innlent

Framkvæmdum á Hólmsheiðarfangelsi miðar vel

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vel miðar að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar.
Vel miðar að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/Pjetur
„Verkinu miðar vel,“ sagði Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, spurður um framkvæmdir við nýtt fangelsi á Hólmsheiði. „Það er allt á áætlun.“

Gert er ráð fyrir að verkið klárist á næsta ári og að fangelsið verði tilbúið til notkunar þá.

„Ég myndi segja að með vorinu 2016 verði þetta komið í fullan rekstur.“ Páll segir alla himinlifandi yfir því að framkvæmdir séu hafnar af alvöru. „Með þessu er hægt að loka Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg sem var tekið í notkun árið 1874. Þannig að þetta er mjög tímabært.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×