Erlent

Amnesty óttast ofbeldi lögreglu í aðdraganda HM

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum í borginni Sao Paulo í júní í fyrra.
Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum í borginni Sao Paulo í júní í fyrra. Mynd/Mídia Ninja
Mótmælendur í Brasilíu sem gripið hafa til aðgerða í aðdraganda heimsmeistaramótsins í fótbolta eiga á hættu að sæta ofbeldi af hálfu lögreglu og hervaldsins. Þetta segir Amnesty International.

Í nýrri skýrslu samtakanna segir að notkun á táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælendum hafi átt sér stað sem og handahófskenndar handtökur. Samtökin segjast búast við því að ekkert lát verði á slíku ofbeldi á meðan á keppninni stendur.

„Heimsmeistarakeppnin 2014 verður mikilvægur prófsteinn fyrir stjórnvöld í Brasilíu,“ segir Atila Roque, framkvæmdastjóri hjá Amnesty International í Brasilíu. „Þeir verða að nota þetta tækifæri til að stíga fram og tryggja að öryggissveitir sem annast löggæslu í mótmælum á meðan á keppninni stendur fremji ekki frekari mannréttindabrot.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×