Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2014 07:15 Úr leik Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla síðastliðið sumar. Leikmennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd/Eyjólfur Garðarsson Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að einn leikmanna Dalvíkur/Reynis hafi viðurkennt fyrir formanni knattspyrnudeildar félagsins að hafa veðjað á að Þór myndi vinna að minnsta kosti þriggja marka sigur. Svo fór að Þór vann 7-0 sigur. Á sínum tíma komu fram ásakanir um að leikmenn Þórs hefðu veðjað á leikinn en því hafa forráðamenn félagsins staðfastlega neitað, sem og leikmennirnir sjálfir. Hins vegar liggur fyrir að óeðlilega var lagt undir á minnst þriggja marka sigur Þórs á erlendri vefsíðu. „Íslenskar getraunir eru í samtökum veðmálafyrirtækja í Evrópu sem starfrækja eftirlitskerfi, ELMS. Þegar þessar fréttir komu fyrst fram höfðum við samband við þessi samtök og í ljós kom að óeðlilegar háar upphæðir voru lagðar á þetta ákveðna veðmál,“ segir Pétur Hrafn sem hafði þó ekki nákvæmar upplýsingar um upphæðir sem lagðar voru að veði. „Þær voru þó það háar að viðkomandi veðmálasíða lækkaði stuðulinn á veðmálinu. Alla jafna þarf töluvert mikið til að það sé gert,“ bætir hann við.KSÍ ítrekar beiðni sína Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið muni aftur óska eftir upplýsingum frá forráðamönnum Dalvíkur/Reynis um umræddan leik. „Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að KSÍ fái þessar upplýsingar fyrst í gegnum fjölmiðla. Ekki síst þar sem ég óskaði eftir upplýsingum á sínum tíma,“ sagði Þórir og vísaði til umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í gær. Hann segir að KSÍ muni ekki koma með frekari viðbrögð vegna þessa máls fyrr en það hafi fengið svar frá Dalvík/Reyni. Hann ítrekaði þó að viðkomandi leikmanni er óheimilt að veðja á leiki liðs síns en slíkt athæfi er refsivert samkvæmt reglum KSÍ. Þórir vildi heldur ekki svara hvort þetta tiltekna mál varpaði skugga á íslenska knattspyrnu. „Um það vil ég ekki dæma að svo stöddu. En það er vissulega ákveðinn blettur á knattspyrnunni ef menn brjóta gegn þeim reglum sem ríkja.“ Áður hefur komið fram að Dalvík/Reynir hafnaði ósk KSÍ um aðstoð við rannsókn þess á umræddum leik eftir að ásakanirnar komu fyrst fram í lok janúar. Þórir segir að þær nýju upplýsingar sem nú hafa komið fram breyti ekki afstöðu hans til neitunar norðanmanna.Formaðurinn tjáir sig ekki Fréttablaðið hafði einnig samband við Kristján Ólafsson, formann UMF Svarfdæla, en knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis er starfrækt undir félaginu. „Stjórnin mun ekki skipta sér af þessu máli að svo stöddu,“ sagði Kristján og vildi ekki svara hvort hann teldi að umræddur leikmaður hafi teflt heiðri félagsins í hættu með því að veðja á tap liðsfélaga sinna. Fram kom í máli Stefáns Garðars Níelssonar, formanns knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, í gær að viðkomandi leikmaður hafi ekki verið beinn þátttakandi í leiknum né heldur í leikjum liðsins á Íslandsmótinu í sumar. Dalvík/Reynir leikur í 2. deild karla. Hann neitaði að gefa upp nafn leikmannsins. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að einn leikmanna Dalvíkur/Reynis hafi viðurkennt fyrir formanni knattspyrnudeildar félagsins að hafa veðjað á að Þór myndi vinna að minnsta kosti þriggja marka sigur. Svo fór að Þór vann 7-0 sigur. Á sínum tíma komu fram ásakanir um að leikmenn Þórs hefðu veðjað á leikinn en því hafa forráðamenn félagsins staðfastlega neitað, sem og leikmennirnir sjálfir. Hins vegar liggur fyrir að óeðlilega var lagt undir á minnst þriggja marka sigur Þórs á erlendri vefsíðu. „Íslenskar getraunir eru í samtökum veðmálafyrirtækja í Evrópu sem starfrækja eftirlitskerfi, ELMS. Þegar þessar fréttir komu fyrst fram höfðum við samband við þessi samtök og í ljós kom að óeðlilegar háar upphæðir voru lagðar á þetta ákveðna veðmál,“ segir Pétur Hrafn sem hafði þó ekki nákvæmar upplýsingar um upphæðir sem lagðar voru að veði. „Þær voru þó það háar að viðkomandi veðmálasíða lækkaði stuðulinn á veðmálinu. Alla jafna þarf töluvert mikið til að það sé gert,“ bætir hann við.KSÍ ítrekar beiðni sína Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið muni aftur óska eftir upplýsingum frá forráðamönnum Dalvíkur/Reynis um umræddan leik. „Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að KSÍ fái þessar upplýsingar fyrst í gegnum fjölmiðla. Ekki síst þar sem ég óskaði eftir upplýsingum á sínum tíma,“ sagði Þórir og vísaði til umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í gær. Hann segir að KSÍ muni ekki koma með frekari viðbrögð vegna þessa máls fyrr en það hafi fengið svar frá Dalvík/Reyni. Hann ítrekaði þó að viðkomandi leikmanni er óheimilt að veðja á leiki liðs síns en slíkt athæfi er refsivert samkvæmt reglum KSÍ. Þórir vildi heldur ekki svara hvort þetta tiltekna mál varpaði skugga á íslenska knattspyrnu. „Um það vil ég ekki dæma að svo stöddu. En það er vissulega ákveðinn blettur á knattspyrnunni ef menn brjóta gegn þeim reglum sem ríkja.“ Áður hefur komið fram að Dalvík/Reynir hafnaði ósk KSÍ um aðstoð við rannsókn þess á umræddum leik eftir að ásakanirnar komu fyrst fram í lok janúar. Þórir segir að þær nýju upplýsingar sem nú hafa komið fram breyti ekki afstöðu hans til neitunar norðanmanna.Formaðurinn tjáir sig ekki Fréttablaðið hafði einnig samband við Kristján Ólafsson, formann UMF Svarfdæla, en knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis er starfrækt undir félaginu. „Stjórnin mun ekki skipta sér af þessu máli að svo stöddu,“ sagði Kristján og vildi ekki svara hvort hann teldi að umræddur leikmaður hafi teflt heiðri félagsins í hættu með því að veðja á tap liðsfélaga sinna. Fram kom í máli Stefáns Garðars Níelssonar, formanns knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, í gær að viðkomandi leikmaður hafi ekki verið beinn þátttakandi í leiknum né heldur í leikjum liðsins á Íslandsmótinu í sumar. Dalvík/Reynir leikur í 2. deild karla. Hann neitaði að gefa upp nafn leikmannsins.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30